Nokkrar myndir birtust af spænska listamanninum Juan á Facebook-síðu Miðbæjar Selfoss og fengu yfir þúsund læk og hundruð ummæla. Juan fékk listrænt frelsi við sköpunina til að breyta hversdagslegum hlutum og glæða þá lífi. Einna mesta eftirtekt vekur gamalt Prins póló-bréf sem málað er yfir þrjú samliggjandi brún brunnlok.

„Ég vissi að Prins póló væri goðsagnakennt súkkulaðistykki hér á Íslandi. Það er verið að gera þetta svæði þannig að hið gamla er sett í nýjan búning. Gömul hús uppgerð og ég hugsaði með mér að setja gömlu umbúðirnar þarna ofan á,“ segir Juan.

Juan segir að um leið og hann sá brunnlokið hafi hann séð einhvers konar súkkulaði

Hann segir að um leið og hann sá brunnlokið hafi hann séð einhvers konar súkkulaði. „Þeir buðu mér í heimsókn til að taka myndir og fá hugmyndir. Ég gerði það og fór að hugsa hvað ég gæti gert við hluti sem er fyrir allra augum en enginn veltir fyrir sér.“

Brunahaninn vekur einnig eftirtekt en hann er málaður sem trúðaís enda er ísbúð þar skammt frá. „Það er mikið selt af ís á Selfossi. Við vildum gera eitthvað við þennan brunahana og það blasti við að hann ætti að vera trúðaís.

Augun, nefið og brauðið koma vel út,“ segir hann.

Juan með trúðaísinn og fyrir framan brunahanann sem lítur eins út.

Juan kom hingað til lands árið 2016 en þá aðeins í heimsókn. Hann er frá Valencia og segist hafa verið búinn að vera hér í nokkra daga þegar hann fékk spurningu um verkefni. Juan gerði eftirminnilegan Super Mario Bros vegg í Vesturbænum í Reykjavík.

Listaverk Juan vekja kátínu.