Mál Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni var flutt í Hæstarétti í morgun eftir að dómi Landsréttar var áfrýjað í maí. Atli Már hafði áður verið sýknaður í málinu í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í mars og dæmdi Atla til að greiða Guðmundi 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir 23 ummæli sem birtust í grein eftir Atla Má í fjölmiðlinum Stundinni.

Að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar, lögmanns Atla, hefur Atli reynt að standa á sínum rétti til þess að fjalla um mál sem eigi erindi við almenning án afskipta. „Það kom svo sem ekkert nýtt fram í þessu máli en minn umbjóðandi hefur alltaf verið að glíma við það að hann skilur ekkert af hverju þessi maður er að höfða þetta mál gegn sér,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar.
Fréttablaðið/Anton Brink

Fréttablaðið greindi frá því í maí á síðasta ári að Guðmundur Spartakus Ómarsson hafði stefnt Atla Má og Stundinni fyrir ærumeiðingar. Guðmundur krafðist þess að Atli greiddi sér miskabætur fyrir 23 ummæli sem birtust í grein Atla í Stundinni árið 2016. Greinin fjallaði um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ árið 2013 og þar kom meðal annars fram að lögregluyfirvöld í Brasilíu og Paragvæ hafi haft Guðmund grunaðan um hvarf Friðriks.

Atli Már bíður nú eftir dómi hæstaréttar en Gunnar segir að málið verði vonandi leitt til lykta á næstunni. „Það er vonandi þannig að Hæstiréttur standi við orðin um þann mikilvæga rétt blaðamanna og fjölmiðla, að geta greint frá vandasömum og viðkvæmum málum án þess að þurfa að standa í einhverjum málaferlum,“ segir Gunnar að lokum.

Fjölskyldan ánægð með umfjöllun Atla Más

Kristj­án Ein­ar Kristj­áns­son, bróð­ir Frið­riks Kristj­áns­son­ar, sat rétt­ar­höld­in í dag. Hann seg­ir það hafa ver­ið á­tak­an­legt enda hafi fjöl­skyld­an nú reynt að fá svör frá Guð­mund­i Spart­ak­us­i í ein sex ár - en án ár­ang­urs. Það hafi að­eins ver­ið fyr­ir til­still­i fjöl­miðl­a sem það hafi ver­ið hægt.

„Við fjöl­skyld­an mætt­um í dóm­sal í dag, líkt og í önn­ur dóms­mál sem tengj­ast þess­u máli, því það er vett­vang­ur okk­ar til þess að mög­u­leg­a fá svör við okk­ar spurn­ing­um,“ seg­ir Kristj­án Ein­ar í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið. Að­spurð­ur seg­ir hann hvork­i lög­regl­u né fjöl­skyld­un­a hafa tek­ist að hafa uppi á Guð­mund­i árum sam­an, og í raun hafi hann ekki vit­að hvort mað­ur­inn væri lífs eða lið­inn fyrr en frétt­a­skýr­ing Atla Más birt­ist á vef Stund­ar­inn­ar. Fjölskyldan hafi ítrekað og persónulega reynt að hafa samband við Guðmund Spartakus í gegnum ýmsar leiðar.

„Það er í raun allt fjöl­miðl­um að þakk­a að við vit­um að Guð­mund­ur er með lífs­mark­i. Og mig lang­ar bara að koma því á fram­fær­i að fjöl­skyld­an er mjög á­nægð með alla fjöl­miðl­a­um­fjöll­un og þá rann­sókn­ar­blað­a­mennsk­u sem hef­ur átt sér stað í kring­um þett­a mál, enda hef­ur það kom­ið okk­ur nær svör­um,“ seg­ir hann.

„Fjöl­miðl­a­um­fjöll­un skipt­ir öllu máli.“