Enn ligg­ur ekki fyr­ir hvað­a lausn verð­ur fund­in til að tryggj­a full­a mönn­un Lands­rétt­ar en lög­um sam­kvæmt á rétt­ur­inn að vera skip­að­ur fimm­tán dóm­ur­um. Eins og kunn­ugt er tek­ur dóm­ar­inn Jón Finn­björns­son ekki þátt í dóm­störf­um við rétt­inn og því að­eins fjór­tán dóm­ar­ar starf­and­i.

Jón er eini dóm­ar­inn af þeim fjór­um sem dóm­ur Mann­rétt­ind­a­dóm­stóls Evróp­u í Lands­rétt­ar­mál­in­u tek­ur til, sem ekki hef­ur feng­ið nýja skip­un við rétt­inn. Ás­mund­ur Helg­a­son var skip­að­ur að nýju 17. apr­íl síð­ast­lið­inn, Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir 1. júlí og Ragn­heið­ur Brag­a­dótt­ir 15. sept­em­ber.

Jón sótt­i um em­bætt­i við rétt­inn á ný í upp­haf­i þess­a árs en þá var Sím­on Sig­vald­a­son, fyrr­ver­and­i dóm­stjór­i Hér­aðs­dóms Reykj­a­vík­ur, skip­að­ur Lands­rétt­ar­dóm­ar­i.

Jón hef­ur ekki ósk­að eft­ir leyf­i frá störf­um og því er ekki hægt að setj­a dóm­ar­a í hans stað tím­a­bund­ið og tryggj­a með því að rétt­ur fjöld­i dóm­ar­a starf­i við rétt­inn.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins þyk­ir lík­leg­ast að þess verð­i freist­að að semj­a um starfs­lok við Jón en vegn­a á­kvæð­a stjórn­ar­skrár­inn­ar um sjálf­stæð­i dóms­valds­ins er ekki hlaup­ið að því fyr­ir fram­kvæmd­a­valds­haf­a að eiga frum­kvæð­i að slíkr­i um­leit­an. Herm­a heim­ild­ir blaðs­ins að far­ið sé með mál­ið „eins og heit­a kar­töfl­u“ inn­an kerf­is­ins, það sé bæði við­kvæmt og erf­itt við­fangs.