Aðalmeðferð fer fram í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Washington D.C. vegna meints kyn­ferðis­of­beldis gegn Car­men Jóhanns­dóttur.

Jón Baldvin er ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Carmen greindi frá því árið 2019 aðJón Baldvin hafi strokið rass hennar ákaft í vitna viðurvist, sem hún segir hafa verið Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, og móður sína.

Aldís Scham, dóttir Jóns Baldvins, mætti ásamt Margréti Schram og Elísabetu Þorgeirsdóttur til að styðja Carmen. Carmen flytur vitni með fjarfundabúnaði frá Spáni.

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Málinu var í janúar vísað frá þar sem meint háttsemi Jóns Baldvins var ekki talin falla undir brot sem lýst er í spænska ákvæðinu um kynferðislega misnotkun sem vísað var til í ákærunni. Þá lægi ekki fyrir hvort háttsemin væri refsiverð samkvæmt öðrum ákvæðum spænskra laga. Málið var sent til Landsréttar sem sendi það til baka í héraðsdóm.