Mál ís­lenska karl­mannsins sem varð þess valdandi að flug­vél Wizz air varð að lenda í Stavangri í Noregi á leið sinni til Kefla­víkur er byggt á ýkjum. Svo er haft eftir tals­mönnum norsku lög­reglunnar af flug­vellinum en fram kemur meðal annars í um­fjöllun VG um málið að maðurinn beri við minnis­leysi.

Eins fram hefur komið greindi norski miðillinn TV2 frá því að flug­menn vélarinnar hefðu til­kynnt að um til­raun til flug­ráns hefði verið um að ræða eftir að maðurinn reyndi að brjóta sér leið inn í flug­stjórnar­klefann. Því var flug­vélinni lent á næsta flug­velli, í Stafangri í Noregi.

Eins og áður segir ber maðurinn við minnis­leysi en í frétt norska ríkis­út­varpsins er vitnað í tals­mann norsku lög­reglunnar, Wictoriu Hill­veg, sem segir að at­vikið verði ekki flokkað sem flug­rán. Frekar sé um að ræða flug­dólg, eða mann sem hafi látið ó­frið­lega í flug­vélinni og því verið yfir­bugaður af á­höfn.

Hann hafi hins­vegar ekki stefnt far­þegum vélarinnar í hættu með hegðuninni en um 200 far­þegar eru um borð.

Um­ræddur karl­maður er á sjö­tugs­aldri og var hand­tekinn við komuna til Stavangurs. Lög­reglan hefur fært hann til lög­reglu­stöðvarinnar í Stavangri og bíður hans nú á­kæra.