Mál gegn Kristjáni Gunnari Valdimars­syni, lektor við Há­skóla Ís­lands og lög­manni, hefur verið fellt niður í héraði. RÚV greinir frá málinu og hefur þetta eftir Katrínu Hil­mars­dóttur, sak­sóknara hjá em­bættinu.

Kristján Gunnar var hand­tekinn þann 23. desember árið 2019 vegna gruns um að hann hefði haldið ungri konu nauðugri á heimili sínu í tíu daga og brotið gegn henni kyn­ferðis­lega. Kristján var látinn laus að skýrslu­töku lokunni en hand­tekinn aftur, grunaður um að hafa frelsis­svipt og brotið kyn­ferðis­lega á tveimur konum.

Réttar­gæslu­menn kvennanna sem kærðu Kristján gagn­rýndu vinnu­brögð lög­reglunnar. Saga Ýrr Jóns­dóttir, réttar­gæslu­maður annarrar konunnar, gaf í skyn að Kristján hefði notið sér­með­ferðar vegna stöðu sinnar og krafðist rann­sóknar á störfum lög­reglu á vett­vangi.

Rann­sókn lög­reglu vegna málsins lauk í júlí á síðasta ári. Það var tekið til með­ferðar hjá á­kæru­sviði sem sendi málið til em­bættis héraðs­sak­sóknara í lok ágúst­mánaðar. Eins og áður segir hefur málið verið fellt niður en brota­þolar geta kært þá niður­stöðu til em­bættis ríkis­sak­sóknara.