Mál Friðfinns Freys Kristinssonar verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Umfangsmikil leit var að Friðfinni í lok síðasta árs. Loks kom í ljós, í gegnum myndbönd sem lögregla hafði tekið saman, að Friðfinnur hafi synt út á sjó.
Lögmaðurinn Garðar Guðmundur Gíslason, sem annast mál Friðfinns fyrir hönd föður hans, sagði í samtali við mbl að málið verði rekið á grundvelli sérstakra laga um horfna menn. Með því verði hægt að fá úrlausn dóms um hvort megi fara með bú Friðfinns eins og hann sé látinn.
Garðar segir að það séu ströng skilyrði við í lögum um hvort það megi úrskurða menn látna ef þeir hverfa. Það þurfa að líða að minnsta kosti þrjú ár áður en hægt er að úrskurða að menn séu látnir.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir glímir við sjálfsvíghugsanir ráðleggjum við þér að ræða málin við sérþjálfaða ráðgjafa Rauða krossins í hjálparsímanum, 1717, eða á netspjalli Rauða krossins.
Einnig reka Píeta samtökin gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.
Píetasíminn 552 2218 er opinn allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112.
Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendum við á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð. 551-4141 og hjá Pieta samtökunum s. 552-2218.