Mál Frið­finns Freys Kristins­sonar verður þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­víkur á morgun. Um­fangs­mikil leit var að Frið­finni í lok síðasta árs. Loks kom í ljós, í gegnum mynd­bönd sem lög­regla hafði tekið saman, að Frið­finnur hafi synt út á sjó.

Lög­maðurinn Garðar Guð­mundur Gísla­son, sem annast mál Frið­finns fyrir hönd föður hans, sagði í sam­tali við mbl að málið verði rekið á grund­velli sér­stakra laga um horfna menn. Með því verði hægt að fá úr­lausn dóms um hvort megi fara með bú Frið­finns eins og hann sé látinn.

Garðar segir að það séu ströng skil­yrði við í lögum um hvort það megi úr­skurða menn látna ef þeir hverfa. Það þurfa að líða að minnsta kosti þrjú ár áður en hægt er að úr­skurða að menn séu látnir.

Ef þú eða einhver sem þú þekkir glímir við sjálfs­víg­hugsanir ráð­leggjum við þér að ræða málin við sér­þjálfaða ráð­gjafa Rauða krossins í hjálpar­símanum, 1717, eða á net­spjalli Rauða krossins.

Einnig reka Píeta samtökin gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.

Píetasíminn 552 2218 er opinn allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112.

Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendum við á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð. 551-4141 og hjá Pieta samtökunum s. 552-2218.