„Það er búið að fella málið niður,“ segir Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar á Norð­vestur­landi.

Ekkert verður af því að fimm­menningarnir í yfir­kjör­stjórn sem taldir voru hafa brotið kosninga­lög með því að ekki var gætt þess að kjör­gögn væru insigluð milli talninga í Norð­vestur­kj­rödæmi verði sóttir til saka. Ingi og aðrir í yfir­kjör­stjórninni hafa fengið bréf um þetta frá lög­reglu­stjóranum á Vestur­landi.

„Það eru engin sér­stök við­brögð af minni hálfu, ég átti alltaf von á þessu,“ segir Ingi.

Eftir því sem Frétta­blaðið kemst næst urðu breytingar á kosninga­lögum sem tóku gildi í byrjun þessa árs og finnst ekki heimild til að refsa þeim fyrir brot sem lög­reglan á Vestur­landi taldi hafa yfir­kjör­stjórn hafa brotið.

Lög­reglan á Vestur­landi hafði áður gert fimm­menningunum að greiða sektar­boð og fékk Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar, hæstu sektina. Til stóð að sækja fimm­menningana til saka eftir að allir í yfir­kjör­stjórn neituðu að greiða sektina. Lög­reglu­rann­sóknin hófst með því að Karl Gauti Hjalta­son kærði fram­kvæmd kosninganna.