Báðir for­eldrar vel­komnir í mæðra-, ung- og smá­barna­vernd frá og með deginum í dag. Sam­kvæmt til­kynningu frá heilsu­gæslunni fyrir helgi er þá maki núna aftur vel­kominn í mæðra­vernd og báðir for­eldrar vel­komnir í allar skoðanir í ung - og smá­barna­vernd.

Í til­kynningu segir að nú sé minni við­búnaður vegna kórónu­veirunnar á heilsu­gæslu­stöðvum. Þar er fólk þó á­fram minnt á að sinna smit­vörnum og að alls ekki koma ef fólk er veikt.

Þá segir að hafa verði í huga að án fyrir­vara geta að­stæður breyst á ein­stökum heilsu­gæslu­stöðvum. Þá gæti þurft að fresta við­tölum eða vitjunum.

Til­kynningin er að­gengi­leg hér.