Magnús Þór Jóns­son var í dag kjörinn nýr for­maður Kennara­sam­bands Ís­lands. Fram kemur í til­kynningu frá KÍ að nýr for­maður taki við á VIII þingi Kennara­sam­bandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Magnús Þór Jóns­son tekur við for­mennsku af Ragnari Þór Péturs­syni á VIII þingi Kennara­sam­bandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Ragnar Þór lætur þá form­lega af em­bætti en hann hefur gegnt for­mennsku í KÍ frá árinu 2018. For­veri hans var Þórður Árni Hjalte­sted sem sat á for­manns­stóli 2011 til 2018. Ei­ríkur Jóns­son var fyrsti for­maður KÍ, gegndi for­mennsku frá 2000 til 2011.

Fjögur voru í fram­boði og féllu at­kvæði þannig:

Anna María Gunnars­dóttir hlaut 2.171 at­kvæði eða 32,51%

Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir hlaut 1.083 at­kvæði eða 16,22%

Heimir Ey­vinds­son hlaut 522 at­kvæði eða 8,27%

Magnús Þór Jóns­son hlaut 2.778 at­kvæði eða 41,61%

Auðir seðlar 93 eða 1,39%

Á kjör­skrá voru 11.068 og greiddu 6.676 at­kvæði, eða 60,32%.

At­kvæða­greiðslan var raf­ræn; hófst klukkan 12:00 mánu­daginn 2. nóvember og lauk klukkan 14.00 í dag.