Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, vill leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri flokksins í komandi Alþingiskosningum í haust. Magnús hefur ekki setið á þingi áður og er þetta í fyrsta sinn sem hann gefur kost á sér til að leiða lista Pírata.
Magnús er ekki sá fyrsta sem tilkynnt hefur ósk um að leiða listann en Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, tilkynnti að hún vildi leiða Norðvesturkjördæmi í byrjun febrúar.
Það gerði Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, einnig. Gunnar sat á Alþingi í desember 2016 og janúar–júní 2017 fyrir Pírata. Hann er menntaður skipstjórnarmaður, rekur eigin smábátaútgerð og hefur hug á því að fylgja eftir sjávarútvegsstefnu Pírata.