Magnús Davíð Norð­dahl, lög­maður, vill leiða lista Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi í komandi próf­kjöri flokksins í komandi Al­þingis­kosningum í haust. Magnús hefur ekki setið á þingi áður og er þetta í fyrsta sinn sem hann gefur kost á sér til að leiða lista Pírata.

Magnús er ekki sá fyrsta sem til­kynnt hefur ósk um að leiða listann en Katrín Sif Sigur­geirs­dóttir, fyrr­verandi for­­maður kjara­­nefndar Ljós­­mæðra­­fé­lags Ís­lands, til­kynnti að hún vildi leiða Norð­vestur­kjör­dæmi í byrjun febrúar.

Það gerði Gunnar Ingi­berg Guð­munds­son, fyrr­verandi vara­þing­maður Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi, einnig. Gunnar sat á Al­þingi í desember 2016 og janúar–júní 2017 fyrir Pírata. Hann er menntaður skip­stjórnar­maður, rekur eigin smá­báta­út­gerð og hefur hug á því að fylgja eftir sjávar­út­vegs­stefnu Pírata.