„Að for­maður yfir­kjör­stjórnar Norð­vestur­kjör­dæmis saki fram­bjóðanda Pírata, Lenyu Rún, um rangar sakar­giftir er al­gjör­lega frá­leitt og ó­mak­legt.“ Þetta segir Magnús Davíð Norð­dahl, lög­maður, í pistli á Face­book um svar Inga Tryggva­sonar, formanns yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, við þeim kærum sem hafa borist vegna Al­þingis­kosninganna.

Svar­bréf Inga hefur verið birt á vef Al­þingis. Þar svarar hann fyrir hverja einustu kæru sem borist hefur, meðal annars frá Lenyu Rún Taha Ka­rim, fram­bjóðanda Pírata, sem datt út af þingi í kjöl­far seinni talningarinnar.

Magnús gerir svar Inga við Kæru Lenyu að um­tals­efni sínu í pistlinum. Hann er alls ekki sáttur við vinnu­brögð Inga: „Lenya Rún gerði ekki annað en að benda á þá stað­reynd í sinni kæru að for­maðurinn var einn með ó­inn­sigluðum kjör­gögnum í tölu­verðan tíma áður en aðrir kjör­stjórnar­með­limir mættu á staðinn vegna fyrir­hugaðrar endur­talningar,“ segir Magnús.

Magnús, sem sjálfur var í fram­boði fyrir Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi, segir liggja í augum uppi að seinni talningin geti ekki staðið: „Kjarni málsins er sá að al­var­legir á­gallar eru til staðar sem leiða til ó­gildingar kosninganna í Norð­vestur­kjör­dæmi. Niður­stöður breyttust á milli talninga sem leiddu til breyttrar sam­setningar þingsins og ekki er lengur hægt að sann­reyna hvor talningin er rétt vegna brota kjör­stjórnar á kosninga­lögum.“

Hann bendir á skýrslu sem lög­reglan á Vestur­landi gaf frá sér þar sem fram kemur að ekki sé hægt að úti­loka að kjör­gögn hafi verið með­höndluð með ó­lög­mætum hætti: „Lög­reglan á Vestur­landi telur að kjör­stjórnar­með­limir hafi gerst sekir um refsi­verða hátt­semi og hefur gert um­ræddum aðilum að greiða sekt. Verði sektirnar ekki greiddar má búast við útáfu á­kæru og rekstur saka­máls,“ segir Magnús.

Hann vill kjósa aftur til Al­þingis: „Það er ekki eftir neinu að bíða. Ó­gilding kosninganna blasir við. Þing­menn sem hafa setið lengi á Al­þingi og eins þeir þing­menn sem eru með lög­fræði­menntun átta sig á þessu.“