Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, krefst þess að kosið verði á ný í kjördæminu. Í kærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og afhent var Willum Þór Þórssyni setts þingforseta, segir að af svo mörgum ágöllum við framkvæmda talninga og kjörgagna að ógilda verði kosninguna.
Í samtali við Fréttablaðið segir Magnús Davíð að hann vonaðist eftir að kæra hans hlyti skjóta afgreiðslu. Willum Þór segir erfitt að segja hvenær Alþingi verði kallað saman en gaf þó í skyn að honum þætti eðlilegra að fjögurra vikna kærufrestur myndi líða áður en þing verður kallað saman.

Landskjörnefnd sem mun úrskurða síðar í dag um hvaða þingmenn teljist réttkjörnir. Nefndin stendur frammi fyrir nokkrum kostum. Einn er að fyrri niðurstaða gildi, það er að þingmannahópurinn haldist eins og hann leit út fyrir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Annar kostur er að seinni tölur muni gilda. Þá eru tveir aðrir kostir ónefndir, uppkosning í Norðvesturkjördæmi eða jafnvel að Landskjörnefnd úrskurði að þingkosning verði endurtekin í heild vegna þeirra ágalla sem komið hafa fram í Norðvesturkjördæmi. Þingið mun þó hafa síðasta orðið eftir að kjörbréfanefnd leggur tillögur til samþykktar Alþingis um lokaniðurstöðu.