Magnús Geir Þórðar­­son, út­­varps­­stjóri, hefur verið skipaður næsti ÞJóð­­leik­hús­­stjóri af Lilju Al­freðs­dóttur, mennta-og menningar­­mála­ráð­herra, frá og með 1. janúar 2020. Þetta kemur fram í til­­­kynningu.

Alls voru sjö um­­­sækj­endur. Meðal þeirra sem sóttu um voru Kristín Ey­­steins­dóttir, Borgar­­leik­hús­­stjóri og Ari Matthías­­son, nú­verandi Þjóð­­leik­hús­­stjóri. Í til­kynningunni kemur fram að Þjóð­leik­hús­ráð hafi veitt um­sögn, í sam­ræmi við á­kvæði leik­listar­laga, og skipaði ráð­herra í kjöl­farið hæfnis­nefnd til að meta hæfi um­sækj­enda nánar.

Nefndin fram­kvæmdi mat á um­sækj­endum á grund­velli um­sóknar­gagna og við­tala og skilaði niður­stöðu til ráð­herra þar sem fjórir um­sækj­endur voru metnir hæfastir. Ráð­herra boðaði þá í við­tal í kjöl­farið þar sem á­hersla var lögð á stjórnunar- og leið­toga­hæfi­leika til við­bótar og stuðnings við það mat sem þegar hafði farið fram.

Magnús Geir stundaði leik­stjórnar­nám við Bristol Old Vic Thea­ter School (1994) og lauk M.A. gráðu í leik­hús­fræðum frá Uni­versity of Wa­les (2003). Magnús Geir hefur jafn­framt lokið MBA-gráðu frá Há­skólanum í Reykja­vík (2005). Hann hefur langa og víð­tæka stjórnunar­reynslu og ára­tuga reynslu af leik­hús­störfum. Áður en hann tók við starfi út­varps­stjóra RÚV fyrir tæpum sex árum var hann leik­hús­stjóri Borgar­leik­hússins og þar áður var hann leik­hús­stjóri Leik­fé­lags Akur­eyrar. Jafn­framt hefur Magnús Geir mikla leik­stjórnar­reynslu.