For­eldrar barna sem hafa ekki fengið pláss á leik­skóla í borginni mættu í Ráð­hús Reykja­víkur í dag til þess krefja borgar­yfir­völd um úr­lausnir í dag­vistunar­málum. Borgar­stjórn fundar nú í fyrsta skipti eftir sumar­frí og er staða leik­skóla­mála meðal um­ræðu­efna dagsins.

Boðað var til mót­mælanna í sam­stöðu og bar­áttu­hópnum Dag­vistunar­mál í lama­sessi á Face­book. Hópurinn, sem telur á þriðja hundrað manns, hefur verið raf­rænn vett­vangur for­eldra í Reykja­vík til þess að ræða sín á milli um stöðu leik­skóla­mála og boða til sam­stöðu­að­gerða. Á sjötta hundrað börn bíða nú eftir leik­skóla­plássi í Reykjavík og hafa for­eldrar margir hverjir miklar á­hyggjur af næstu mánuðum.

„Við þurfum festu og hraða. Ástandið er í gangi núna og það eru mörg hundruð börn á biðlista. Þetta þarf að gerast núna og þetta þarf að gerast strax,“ seir Ingi Bekk, ljósahönnuður og foreldri barns á biðlista.

Foreldrar barna í Reykjavík sem bíða eftir dagvistunar­úrræði mættu í Ráðhúsið í dag.

Til þess að sýna það á­stand sem skapast hefur hjá for­eldrum sem komast ekki út á vinnu­markaðinn á meðan börn þeirra fá ekki við­eig­andi dag­vistunar­úr­ræði, efndu for­eldrar til mót­mæla og settu upp svo­kallaðan hústöku­leik­skóla í ráð­húsinu þann 11. ágúst síðast­liðinn.

Viku síðar, þann 18. ágúst, kynnti Skúli Helga­son, for­maður stýri­hópsins Brúum bilið, nýjar til­lögur borgar­ráðs um aukin úr­ræði í leik­skóla­málum í ráð­húsinu.

Nánar verður fjallað um mót­mælin í ráð­húsinu í Frétta­vaktinni á Hring­braut í kvöld klukkan 18:30.