Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segist opin fyrir því að heil­brigðis­yfir­völd skoði mögu­leikann á að fá lánað bólu­efni frá Evrópu­sam­bands­löndum sem eiga meira bólu­efni en þau geta komið í notkun.

„Það hafa margar hug­myndir komið upp um hvort það sé ekki hægt að skoða það að fá lánað bólu­efni hjá þeim eru ekki að nota bólu­efnið sitt. Það er náttúru­lega ekki gott að liggja á helling af ónotuðu bólu­efni. Það mætti alveg hugsa sér hvort það væri ekki hægt að fá lánað bólu­efni og borga það svo til baka þegar við fáum bólu­efni,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Hvað varðar birgðir sem aðrar þjóðir eru ekki að nota. Þá vitum við ekki hvað það er mikið, hvert um­fangið á því er og hver staðan á því er. Mér finnst mjög lík­legt að það sé bundið í samninga að Evrópu­sam­bandið vilji ráð­stafa því sjálft ef þjóðir eru ekki að nota bólu­efnið,“ segir Þór­ólfur.

Hann segist ekki vita þess að neitt slíkt sam­ráð hafi átt sér stað enn sem komið er og segir að það sé al­farið í höndum heil­brigðis­ráðu­neytisins.

Á Alþingi á föstudaginn spurði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hvort Ís­land ætti ekki að óska eftir því að fá lánað bólu­efni frá öðrum löndum sem liggur ó­notað og vísaði þar til Dan­merkur, Ítalíu og Spánar sem hafa á­kveðið að nota ekki bólu­efni AstraZene­ca á næstunni.

„Mér finnst það ekki boð­legt að ríkið sitji á bólu­efni með þessum hætti í margar vikur og ég kalla eftir því að Ís­land óski eftir því að fá, þótt ekki væri nema lánað bólu­efni í þennan tíma og endur­greiði það síðan síðar þegar Ís­land fær sína skammta,“ sagði Sig­ríður.

Svandís svaraði á þá leið að ekki kæmi til greina að leitast eftir því að fá lánað bóluefni annarra ríkja sem væru að meta stöðuna á nýtingu þeirra.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fréttablaðið/Valli

Ís­land á von á fleiri bólu­efna­skömmtun en gert er ráð fyrir að fyrstu skammtarnir af bólu­efni Jans­sen komi til landsins um miðjan apríl. Að sögn Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra en Ís­land hefur samið við lyfja­fram­leiðandann John­son&John­son um 235 þúsund skammta af bólu­efninu. Búist er þó við því að Ísland fái undir 5.000 skammta í apríl.

Frétta­blaðið greindi frá því í síðustu viku að Land­spítalinn hafi ekki fengið nægt bólu­efni og enn væri ekki búið að bólu­setja 2.500 starfs­menn sem eru í nánum sjúk­linga­sam­skiptum. Starfs­menn LSH áttu að fá bólu­efni frá AstraZene­ca en tekin var á­kvörðun um að stöðva tíma­bundið bólu­setningar með AstraZene­ca vegna hugsan­legum al­var­legum auka­verkunum.

Em­bætti land­læknis á­kvað á mið­viku­daginn að halda á­fram með bólu­setja með bólu­efni AstraZene­ca á grund­velli rann­sóknar á öldruðum ein­stak­lingum í Bret­landi.

Sam­kvæmt þeirri rann­sókn voru auka­verkanirnar bundnar við fólk yngra en 55 ára og var því á­kveðið að halda á­fram að bólu­setja þá sem eru 70 ára og eldri hér­lendis ásamt því að leyfa þeim sem hafa fengið fyrri sprautuna að klára bólu­setninguna.

„Á þessum upp­lýsingum um þær auka­verkanir sem hefur verið talað um, þessar blæðingar og blóð­sega vanda­mál og að bólu­efnið sé bara mjög virkt hjá eldra fólki fórum við af stað aftur með bólu­setningar á AstraZene­ca hjá eldra fólki,“ segir Þór­ólfur.

„Ég held að það muni bara ganga vel og þess vegna fórum við að nota önnur bólu­efni á yngra fólki og heil­brigðis­starfs­mönnum,“ bætir hann við.

Greint var frá því fjöl­miðlum að yfir­völd eiga nú í við­ræðum við fram­leið­endur um að fá meiri bólu­efni til landsins. Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur verið að skoða mögu­leikann á að fá Spút­nik V, bólu­efni Rússa.

Rúna Hauks­dóttir, for­stjóri Lyfja­stofnunar sagði í sam­tali við Frétta­blaðið fyrri helgi að sam­þykki Lyfja­stofnunar Evrópu væri for­senda þess að rúss­neska bólu­efnið verði tekið í notkun hér á landi. Bólu­efnið er notað í fjölda ríkja utan Evrópu­sam­bandsins. Þrjú bólu­efni eru nú í á­fanga­mati í Evrópu sem stendur, Sput­nik, Nova­vax