Örvar Ragnars­son lýsir enda­lausum á­rásum sem hlað­menn verða fyrir á Reykja­víkur­flug­velli af hendi yfir­manna í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

Örvar hefur unnið sem hlað­maður við innan­lands­flug í aldar­fjórðung. „Ég er senni­lega einn af fáum sem starfa við flug án þess að flug sé sér­stakt á­huga­mál mitt,“ skrifar hann. „Þrátt fyrir það hef ég starfað í hl­að­deildinni á Reykja­víkur­flug­velli öll þessi ár.“

Hann lýsir því að hann hafi alltaf verið til­búinn til að mæta ef hans var þörf. „Þetta hlýtur að hafa verið góður vinnu­staður úr því að maður hefur starfað þarna þetta lengi í lægsta launa­þrepinu innan flug­geirans,“ skrifar hann.

Eitt­hvað hefur þó breyst því nú segist Örvar mæta skjálfandi til vinnu af ótta yfir því hvaða breytingar kunni að bíða hans. Hann segist færa að jafnaði fimm tonnum úr stað og ganga um 25 kíló­metra á einni vakt vegna þess hvernig mönnunin sé þessa dagana.

„Síðast­liðið ár hefur ein­kennst af enda­lausum á­rásum yfir­manna.“


„Síðast­liðið ár hefur ein­kennst af enda­lausum á­rásum yfir­manna, sem snúast um að fækka okkur enn frekar. Í ofan­á­lag vilja þeir bæta á okkur verk­efnum, jafn­vel þótt við komust ekki með góðu móti yfir það sem við gerum nú þegar,“ skrifar hann.

Nýjasta út­spilið er að hans sögn á­kvörðun Icelandair að segja upp starfandi trúnaðar­manni og öryggis­trúnaðar­manni hlað­manna, hana Ólöfu Helgu Adolfs­dóttur, sem nokkuð hefur verið fjallað um í fréttum að undan­förnu.

„Þetta er komið gott. Ég vil ekkert nema mæta til minnar vinnu og sinna henni af kost­gæfni,“ skrifar Örvar og segist skora á Icelandair að bæta ráð sitt.

„Ég skora á Icelandair í fyrsta lagi að draga til baka upp­sögn Ólafar Helgu Adolfs­dóttur, í öðru lagi að sýna okkur hlað­mönnum á Reykja­víkur­flug­velli virðingu og í þriðja lagi að eiga eðli­leg sam­skipti við okkur um að skipu­leggja vinnuna þannig að öryggi allra sé í fyrir­rúmi,“ skrifar Örvar.