Ind­versk stjórn­völd hafa mælt með því að neyðar­heimild verði veitt til að bólu­setja börn á aldrinum tveggja til 18 ára með Co­vaxin, bólu­efni ind­verska lyfja­fyrir­tækisins Bharat Biot­ech gegn Co­vid-19.
Bólu­efnið er ind­verskt og hefur Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin ekki veit neyðar­heimild til notkunar þess. Búist er við að stofnunin taki á­kvörðun síðar í mánuðinum.

Ind­verjar hafa bólu­sett um 29 prósent þeirra 944 milljóna full­orðna sem geta fengið bólu­setningu. Gefnir hafa verið meira en 110 milljónir skammta af bólu­efni Bharat Biot­ech. Stjórn­völd hafa undan­farið sett aukinn kraft í bólu­setningar barna og er óskin um neyðar­heimild fyrir bólu­efnið liður í því. Veiti WHO ekki leyfi er ó­lík­legt að bólu­efnið verði sam­þykkt á heims­vísu en gefa þarf tvo skammta til að veita fulla vörn.

Kambódískur drengur bíður eftir að fá bólu­setningu með kín­verska bólu­efninu í septem­ber.
Fréttablaðið/EPA

Fjöldi ríkja víða um heim vinnur nú að því að fá leyfi til að bólu­setja börn með ýmsum bólu­efnum en enn sem komið er hefur einungis bólu­efni Pfizer verið notað fyrir börn tólf ára og eldri, meðal annars hér á landi.

Ráð­gjafar­nefnd banda­ríska lyfja­eftir­litsins kemur saman síðar í mánuðinum til að ræða hvort heimila eigi notkun bólu­efna fyrir börn á aldrinum fimm til tólf ára. Co­vid hefur alla jafna minni á­hrif á börn en full­orðna en hætta er á lang­tíma­af­leiðingum fyrir börn líkt og full­orðna.

Það á að bólu­setja börn með undir­liggjandi sjúk­dóma sem fyrst

„Það á að bólu­setja börn með undir­liggjandi sjúk­dóma sem fyrst nú þegar til er bólu­efni með ó­næmingar­getu fyrir börn og fyrir liggur fjöldi gagna um öryggi þeirra fyrir full­orðna,“ segir Dr. Gagandeep Kang, prófessor við Christian Medi­cal College í Vellor­e á Ind­landi, í sam­tali við Reu­ters. „Fyrir hraust börn, sem eru í minni hættu og þar sem vírusinn er ekki í sókn er öruggt að bíða þangað til búið er að bólu­setja fleiri full­orðna.“

Stúlka í fylgd móður sinnar bíður bólu­setningar í El Salvador í síðasta mánuði.
Fréttablaðið/EPA

Bharat Biot­ech hóf til­raunir á börnum með Co­vaxin í júní eftir að önnur bylgja Co­vid skall á landinu þegar Delta-af­brigðið tók að breiðast um Ind­land og heil­brigðis­kerfi landsins var að hruni komið.

Gögn um virkni og öryggi bólu­efnisins fyrir tveggja til 18 ára hafa að sögn fyrir­tækisins verið „grand­skoðuð“ af ind­verska lyfja­eftir­litinu og sér­fræðingum stjórn­valda að sögn fyrir­tækisins. Það hefur þó ekki birt gögnin opin­ber­lega.

Ef Co­vaxin hlýtur náð fyrir augum ind­verskra yfir­valda gæti það verið fyrsta bólu­efnið fyrir tveggja til tólf ára börn. Þau sem eru á aldrinum tólf til 18 ára gætu þá valið milli Co­vaxin og bólu­efnisins Zydus Ca­di­la.

Tvö önnur ind­versk lyfja­fyrir­tæki hafa fengið heimild til að gera til­raunir á börnum. Það eru Serum Insti­tute og Biologi­cal E. Serum vinnur nú að því að prófa bólu­efni banda­ríska fyrir­tækisins Nova­vax á sjö til ellefu ára börnum og Biologi­cal E. á börnum eldri en fimm ára.

Drengur á Srí Lanka bólu­settur gegn Co­vid-19 í septem­ber.
Fréttablaðið/EPA