Leit að Páli Mar Guðjónssyni og bifreið hans, sem hafnaði í Ölfusá, þann 25. febrúar, verður haldið áfram þann 16. mars. Þá munu Björgunarfélag Árborgar, sérsveit ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Landhelgisgæslu framkvæma mælingar á lögun og dýpi gjárinnar neðan brúar yfir Ölfusá

Bæði verður notaður búnaður þessara aðila, auk búnaðar í einkaeigu, við mælingarnar. Vonir standa til þess að hægt verði með mælingunum að sjá hvort og hvernig, ef eitthvað, er hægt að gera til að ná upp úr ánni flaki bifreiðar sem lenti í ánni að kvöldi mánudagsins 25. febrúar.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að ljóst sé að margt þurfi að ganga upp til að góður árangur náist með mælingunum.

Greint var frá því síðasta sunnudag að leitin að Páli Mar Guðjónssyni, sem var í bílnum, hafi engan árangur borið.

Sjá einnig: Reyna að stað­setja bíl Páls við fyrsta tæki­færi