Venesúela

Maduro lokar landamærum við Brasilíu

Forseti Venesúela hefur ákveðið að loka landamærum landsins við Brasilíu. Hann íhugar nú að loka landamærunum við Kólumbíu.

Nordicphotos/AFP

Raðir hafa myndast við eftirlitsstöðvar á landamærum Brasilíu og Venesúela eftir að hinn umdeildi Nicolás Maduro, forseti Venesúela, fyrirskipaði að landamærunum yrði lokað. Ástæðan eru deilur um erlend hjálpargögn. BBC greinir frá. 

Maduro tilkynnti um lokunina seint í gærkvöldi í ríkissjónvarpi Venesúela þar sem hann sagðist einnig vera að íhuga að loka landamærum við Kólumbíu. Hann hefur neitað öllum ásökunum um að kreppa sé í landinu og segir allar hjálparbirgðir sem berast til landsins séu hluti af sýningu skipulagðri af bandarískum stjórnvöldum.

Juan Guaidó, sem lýst hefur sjálfan sig sem starfandi forseta landsins, er á leiðinni að landamærum Kólumbíu til þess að tryggja hjálpargögnum verði komið til þeirra sem á þurfa. Síðar í dag verða haldnir styrktartónleikar fyrir Venesúela í Kólumbíu. Á sama tíma mun stjórn Maduro halda tónleika nokkur hundruð metrum frá.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro

Venesúela

Tveir mót­mælendur látnir og hundruð særð

Venesúela

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing