Maður á þrítugsaldri var fluttur með­vitundar­laus upp á slysa­deild í morgun eftir að hafa lent í al­var­legu vinnu­slysi. Maðurinn er nú kominn til með­vitundar. Enn er ekki vitað hverjir á­verkar mannsins eru en að sögn Helga Gunnars­sonar, lög­reglu­full­trúa, er ekki vitað hver ná­kvæm líðan mannsins að svo stöddu.

Lenti undir bíl­hræ


Maðurinn lenti í slysi á áttunda­tímanum á morgun þegar hann klemmdist undir bíl­hræi sem verið var að flytja í gryfju á málm­endur­vinnslu­fyrir­tækinu Furu í Hafnar­firði. Hífa þurfti bílinn ofan af manninum áður en hægt var að flytja hann inn í sjúkra­bíl.

Mikill við­búnaður lög­reglu var á vett­vangi en minnst þrír sjúkra­bílar voru á staðnum á­samt, lög­reglu­bílum og tækja­bíl frá slökkvi­liðinu. Sæ­var Guð­munds­son, aðal­varð­stjóri, sagði í sam­talið við Frétta­blaðið í morgun að mikil­vægt væri að hafa slíkan mann­afla á staðnum þegar flytja þurfi sjúk­linga með for­gangi upp á slysa­deild. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka nú tildrög slyssins.