Maðurinn sem lenti í snjóflóðinu við Móskarðshnúka í gær, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hann hét Sigurður Darri Björnsson og var 23 ára, til heimilis í Hafnarfirði.

Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala en var úrskurðaður látinn við komuna þangað.

Lögreglan fékk tilkynningu um að þrír menn hefðu lent í snjóflóði við Móskarðshnúka um klukkan hálf eitt í gær og voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út til leitar. Maðurinn fannst um tveimur tímum síðar.