Ódæðismaðurinn Brenton Tarrant sem framdi fjöldamorð í tveimur moksum í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrir um það bil ári síðan játaði sök í forréttarhöldum sem heldin voru í nótt.

Tarrant sem er 29 ára gamall játaði sömuleiðis tilraun til þess að vera 40 mönnum að bana og kæru á hendur honum sem snéri að hryðjuverkalöggjöfinni.

Þetta er viðsnúningur á framburði hans en Tarrant hafði áður neitað sök og átti réttarhöld í málinu að fara fram í júní næstkomandi.

Fjöldamorðin ollu miklum óhug í Nýja-Sjálandi og um allan heim. Þau urðu til þess að skotvopnalöggjöf í landinu var hert til muna.

Farid Ahmed sem missti eiginkonu sína, Husna, í skotárásinni sagði í samtali við TVNZ að aðstandendur fórnarlamba skotárásarsinnar væru mörgunm hverjum létt að þurfa ekki að ganga í gengum réttarhöld. Aðrir ættu hins vegar enn um sárt að binda eftir missinn.

Ahmed sagðist hafa beðið fyrir árásarmanninum í kjölfar árásarinnar og síðasta árið og það væri góð byrjun að hann viðurkenndi gjörðir sínar.