QA­non seið­karlinn svo­kallaði hefur verið dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir þátt­töku sína í á­rásinni á þing­húsið í Was­hington þann sjötta janúar sem skipu­lögð var af stuðnings­­mönnum Donalds Trumps.

Hinn 34 ára Jacob Chansl­ey fékk viður­nefnið fyrir múnderinguna sína í ó­­eirðunum en hann mætti til leiks ber að ofan, með vísundar­horn á höfði og and­lits­­málningu í fána­litum Banda­­ríkjanna. Hann varð fljótt einn þekktasti leik­maðurinn í á­rásinni þökk sé þessum ein­kennandi klæða­burði.

Chansl­ey vann áður sem leikari og sjó­maður í sjó­her Banda­ríkjanna. Í við­tali í spjall­þættinum Sex­tíu mínútur sagði Chansl­ey að að­gerðirnar sjötta janúar hafi ekki verið árás á þjóðina heldur til­raun til að koma Guði aftur fyrir í öldunga­deildinni. Chansl­ey segist sjá eftir þátt­töku sinni í á­rásinni og baðst af­sökunar.

Á­kær­endur kröfðust þess að um­­­dæmis­­dómarinn Royce Lamberth dæmdi Chansl­ey til 51 mánaða fangelsis­vistar en Chansl­ey játaði sig sekan fyrir að hafa ráðist inn í þing­húsið á­­samt þúsundum annarra í ó­­lög­­mætri til­­raun til að stöðva Banda­­ríkja­þing frá því að stað­­festa kjör Joes Bidens til for­­seta Banda­­ríkjanna. Einn annar þátt­takandi í ó­eirðunum hefur fengið 41 mánaða dóm.

Verj­endur Chansl­ey hafa beðið dómarann um að taka til­­lit til þess tíma sem hann hefur setið í gæslu­varð­haldi en Chansl­ey hefur verið í haldi frá því hann var hand­­tekinn í janúar.

Á meðan hann sat í gæslu­varð­haldi var Chansl­ey greindur með skamm­vinnt geð­­rof, geð­hvarfa­­sýki, þung­­lyndi og kvíða. Þegar hann viður­­kenndi sekt sína lýsti Chansl­ey yfir von­brigðum sínum með að hafa ekki verið náðaður af Donald Trump.

Fjórir létust í ó­­eirðunum. Lög­­reglu­­maður við þing­húsið sem lenti í árás mót­­mælenda lést degi eftir ó­­eirðirnar og fjórir lög­­reglu­­menn sem tóku þátt í því að verja þing­húsið tóku sitt eigið líf síðar. Hátt í 140 lög­­reglu­­menn særðust þar að auki.