Maðurinn, sem grunaður er um að hafa átt þátt í falli konu af svölum íbúðar í Hólahverfi í Breiðholti í gærkvöldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til 15. október. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er talinn hafa rofið í verulagum atriðum, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, skilyrði skilorðsbundins dóms.

Konan féll af svölum á annarri hæð hússins að sögn vitna. Hún er á þrítugsaldri og liggur illa slösuð á sjúkrahúsi en er ekki í lífshættu.