Karl­maður á tví­tugs­aldri sem var stunginn í kviðinn við Ingólfs­torg í nótt er enn í lífs­hættu eftir á­rásina en Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn á rann­sóknar­sviði lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu stað­festir þetta í sam­tali við Vísi. Einn var hand­tekinn í Kópa­vogi vegna málsins í morgun.

Sam­kvæmt til­kynningu sem lög­regla sendi út fyrr í dag var á­rásin til­kynnt á öðrum tímanum í nótt fyrir utan veitinga­staðinn Fjall­konuna. Maðurinn var fluttur á bráða­mót­töku með al­var­lega á­verka og lá þá þungt haldinn á gjör­gæslu­deild.

„Hann fluttur á slysa­deild og er enn þá í krítísku á­standi eins og læknar kalla sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífs­hættu,“ segir Grímur í sam­tali við Vísi um málið.

Ekki viss um að vopnið sé fundið

Að sögn Gríms eru báðir mennirnir Ís­lendingar um tví­tugt og er ekki talið að málið tengist skipu­lagðri glæpa­starf­semi. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort mennirnir hafi áður átt í deilum og hvort málið hafi átt sér að­draganda.

Þá greinir Grímur frá því að vopnið sem var notað við á­rásina í nótt sé enn ó­fundið. „Það var lagt hald á hníf í mið­bænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“

Líkt og kom fram í til­kynningu lög­reglu fyrr í dag er einnig verið að rann­saka hvort málið tengist bíl­bruna í nótt, en tveir slíkir voru skráðir í dag­bók lög­reglu. Að sögn Gríms er það bíl­bruninn í Kópa­vogi sem verið er að rann­saka.