Hjör­dís Krist­ins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, er stödd á Ha­ít­í og hef­ur und­an­farn­ar vik­ur unn­ið þar sem send­i­full­trú­i fyr­ir Rauð­a kross Ís­lands. Hún var köll­uð til í kjöl­far mann­skæðs jarð­skjálft­a að stærð 7,2 þann 14. ág­úst.

Hjör­dís er sér­fræð­ing­ur í bráð­a­hjúkr­un og hef­ur unn­ið á bráð­a­mót­tök­u Land­spít­al­ans frá 2003. Hún stund­að­i fram­halds­nám í bráð­a­hjúkr­un í Band­a­ríkj­un­um og eft­ir það fór hún á send­i­fullt­úr­a­nám­skeið hjá Rauð­a kross­in­um

Á myndinni með Hjördísi er Dr. Chery Tomas sem var samstarfskona hennar í Port au Prince, höfuðborg Haítí.
Mynd/Aðsend

Þriðja sendiferðin

Um er að ræða þriðj­u send­i­ferð­in­a sem Hjör­dís fer í á veg­um Rauð­a kross­ins en áður fór hún til Nep­al eft­ir jarð­skjálft­an­a þar árið 2015 og svo til Bangl­a­dess í Ró­hingj­a­krís­unn­i árið 2018. Í þeim ferð­um starf­að­i hún á tjald­sjúkr­a­hús­um sem Rauð­i kross­inn sett­i upp en í ferð­inn­i núna starfar hún með neyð­ar­teym­i al­þjóð­a­ráðs rauð­a kross­ins (IFRC Rap­id Resp­on­se) og sinn­ir verk­efn­um tengd­um heil­brigð­i og ör­ygg­i starfs­fólks al­þjóð­a­ráðs Rauð­a kross­ins.

„Ferð­in núna er ekki eins sjúk­ling­a­mið­uð, held­ur er ég að huga að ör­ygg­i og heils­u starfs­fólks Rauð­a kross­ins,“ seg­ir Hjör­dís þeg­ar blað­a­mað­ur nær tali af henn­i á síð­ast­a degi send­i­ferð­ar­inn­ar.

Hún seg­ir að heims­far­ald­ur­inn hafi sann­ar­leg­a sett stórt mark á send­i­ferð­in­a og að það fari mik­il vinn­a í að tryggj­a að ekk­ert smit ber­ist frá starfs­fólk­i og að ef starfs­fólk smit­ast þá sé tryggt að það dreif­ist ekki frek­ar.

„Ef einn grein­ist með Co­vid þá get­ur stöðv­ast öll starf­sem­i og því pöss­um við vel upp á þett­a. Ég hef, með­al ann­ars, ver­ið að vinn­a í því að finn­a ör­ugg­a heil­brigð­is­stofn­an­ir til að vinn­a með eins og skim­un­ar­stöðv­ar, spít­al­a og sjúkr­a­bíl­a­þjón­ust­u sem væri hægt að treyst­a á ef fólk­i smit­ast,“ seg­ir Hjör­dís.

Mikill óstöðugleiki á Haítí

Þótt svo að Hjör­dís hafi ver­ið köll­uð til vegn­a jarð­skjálft­ans er margt ann­að sem er að­kall­and­i í land­in­u.

„Það er mik­ill ó­stöð­ug­leik­i, hér er mik­ið of­beld­i og mann­rán nokk­uð al­geng auk þess sem hér er mik­ill elds­neyt­is­skort­ur og fæð­u­ó­ör­ygg­i. Svo kem­ur jarð­skjálft­inn ofan á það,“ seg­ir Hjör­dís.

Höfuðstöðvar Haítíska rauða krossins eru í Port au Prince og er IFRC með aðstöðu þar fyrir Neyðarteymi sitt.
Mynd/Aðsend

Ólíkur skjálftanum 2010

Hún seg­ir að jarð­skjálft­inn í ág­úst sé ó­lík­ur þeim sem varð á Ha­ít­í árið 2010.

Upp­run­i jarð­skjálft­ans núna var á suð­ur­hlut­a lands­ins sem er strjál­býlt þann­ig dauðs­föll­in voru færr­i. En á svæð­in­u voru litl­ir inn­við­ir fyr­ir og eru í enn verr­a á­stand­i núna. Þrátt fyr­ir að dauðs­föll­in hafi ekki ver­ið af sömu stærð­ar­gráð­u þá hafð­i hann gríð­ar­leg á­hrif á þús­und­ir fjöl­skyldn­a.

„Í suð­ur­hlut­a lands­ins er lít­ið að­geng­i að hrein­u vatn­i eða full­nægj­and­i frá­gang­i á skólp­i. Fólk­ið vant­ar að­gang að heil­brigð­is­þjón­ust­u, bæði fyr­ir lík­am­leg­a kvill­a og sár­leg­a vant­ar að­gang að sál­ræn­um stuðn­ing­i en svo eru marg­ir þætt­ir sem vald­a því að erf­itt er að nálg­ast fólk á öll­um svæð­um. Við vinn­um með Rauð­a kross­in­um hér á Ha­ít­í og hafa þau tek­ið vel í veru okk­ar hér og þann stuðn­ing sem við get­um veitt,“ seg­ir Hjör­dís og í­trek­ar að henn­ar starf hafi að mikl­u leyt­i snú­ið að því að styðj­a við ha­ít­ísk­a starfs­menn Rauð­a kross­ins og að tryggj­a að þau geti á­fram sinnt störf­um sín­um.

Neyð­ar­teym­i al­þjóð­a­ráðs Rauð­i kross­inn á Ha­ít­í hef­ur í sam­vinn­u við Rauð­a kross­inn á Ha­ít­í, sem dæmi, ver­ið með út­hlut­an­ir fyr­ir fjöl­skyld­ur í suð­ur­hlut­a lands­ins, unn­ið að lausn­um til að byggj­a upp hús­næð­i og koma á að­gang­i að hrein­u vatn­i.

„Það geta ver­ið hrein­læt­is­vör­ur, pott­ar til að elda í, bún­að­ur til að geta bráð­a­birgð­a skjól eða eitt­hvað ann­að sem hjálp­ar til við að mæta grunn­þörf­un­um hjá þess­um fjöl­skyld­um. Fólk þarn­a er orð­ið ör­vænt­ing­ar­fullt því þeim líð­ur eins og þau séu út und­an,“ seg­ir Hjör­dís sem seg­ir að þess­u geti fylgt marg­ar á­skor­an­ir því að þau þurf­i að gæta að ör­ygg­i þeirr­a sem þarf að dreif­a til sem og starfs­mann­a og sjálf­boð­a­lið­a Rauð­a kross­ins.

Hér má sjá þegar verið var að setja upp tjaldsjúkrahús undir stjórn finnska og Kanadíski rauða krossinn í suðurhluta Haítí.
Mynd/Aðsend

Skortur á grímum og skimunarstöðvum

Hún seg­ir að stað­a heims­far­ald­urs­ins á Ha­ít­í sé allt önn­ur en, til dæm­is, á Ís­land­i. Það sé lé­legt að­geng­i að grím­um og spritt­i auk þess sem það lít­ið skim­að vegn­a skorts á sýn­a­tök­u­stöð­um og vör­um.

„Co­vid hef­ur haft mik­il á­hrif á send­i­ferð­in­a. Við vilj­um ekki vera þau sem kom­um með Co­vid inn í land­ið. Fólk hér hef­ur haft lít­ið að­geng­i að upp­lýs­ing­um um Co­vid og þeg­ar það er skort­ur á grund­vall­ar þátt­um eins og hrein­u vatn­i þá er erf­itt að vera dug­leg­ur að þvo hend­ur og sótt­hreins­a. Við höf­um þann­ig líka ver­ið að að­stoð­a við það að koma fólk­i í ból­u­setn­ing­u og hvetj­a þau til að þiggj­a hana, því eins og er þá er til ból­u­efn­i í land­in­u.“

Finnst þér þú búin að gera gagn þarn­a?

„Rauð­i kross­inn hér er að gera mik­ið gagn og lands­skrif­stof­an fær meir­a „pow­er“ með okk­ur, því við verð­um ekki hér að ei­líf­u, en starfs­fólk Rauð­a kross­ins á Ha­ít­í verð­a hér á­fram,“ seg­ir Hjör­dís.

Hún seg­ir mjög mik­il­vægt að áður en hald­ið er í svon­a ferð­ir að still­a vænt­ing­um í hóf.

„Mað­ur verð­ur að sætt­a sig við að geta ekki gert allt. Reynsl­a fyrr­i send­i­ferð­a hef­ur hjálp­að mér með vænt­ing­ar­stjórn­un­in­a,“ seg­ir Hjör­dís og bæt­ir við:

„En það er erf­itt að fara núna því mað­ur finn­ur að bolt­inn er far­inn að rúll­a, eins og með spít­al­ann,“ seg­ir Hjör­dís, en þann 28. sept­em­ber opn­að­i Rauð­i kross­inn á Ha­ít­í í sam­vinn­u við þann ís­lensk­a og finnsk­a spít­al­a í suð­ur­hlut­a lands­ins.

Hjör­dís seg­ir að um­fram allt sé hún þakk­lát að fá að gera eitt­hvað þess­u líkt.

„Þess­ar ferð­ir eru mjög krefj­and­i en ég er þakk­lát að fá að gera þett­a, eitt­hvað sem skipt­ir máli. Þess­i send­i­för var fjór­ar vik­ur og það er kannsk­i bara á­gætt, því við ger­um lít­ið ann­að en að vinn­a. Eftir vinn­u för­um við ekk­ert, að­al­leg­a út af ör­ygg­is­á­stæð­um. En þett­a tek­ur sann­ar­leg­a á og er aldr­ei eins og mað­ur býst við.“
Hjör­dís seg­ir að fyr­ir þau sem vilj­a að­stoð­a þá sé hægt að styðj­a við Rauð­a kross­inn á Ís­land­i sem bæði send­ir á­fram send­i­full­trú­a í þau verk­efn­i sem kall­a á og legg­ur út fjár­magn til að styðj­a við að­gerð­ir um all­an heim,.

„Ís­lensk­i Rauð­i kross­inn held­ur á­fram að hjálp­a því þörf­in er mik­il.“

Hún seg­ir að fyr­ir þau sem hafa á­hug­a á að vera send­i­full­trú­ar þá sé ekki bara eft­ir­spurn eft­ir lækn­um og hjúkr­un­ar­fræð­ing­um held­ur líka t.d. þeim sem geta sinnt sál­fræð­i­að­stoð og fólk sem get­ur byggt upp inn­við­i.

„Þett­a hef­ur gef­ið mann­i ó­trú­leg­a reynsl­u og nýja inn­sýn í heims­mynd­in­a. Þett­a er alls ekki fyr­ir alla en fyr­ir þau sem hafa á­hug­a og vilj­a þá mæli ég mik­ið með þess­u,“ seg­ir hún að lok­um.