Hall­dór Braga­son, einn helsti og dáðasti blús­geggjari Ís­lands sem farið hefur fyrir bláma­sveitinni Vinum Dóra frá 1989 segir að vof­veif­legur sonar­missir hans fyrir sau­tján árum hafi kennt honum öðru fremur að meta sam­úð fólksins í kring.

„Maður verður að hleypa kær­leikanum að,“ segir hann á­hrifa­ríku við­tali við Sig­mund Erni í þættinum Manna­mál sem frum­sýndur var á Hring­braut í gær­kvöld þar sem hann ræðir missinn af eins­kæru hispurs­leysi, á­samt því að fara yfir skraut­legan ferilinn, sem allt eins hefði getað endað í flug­slysi með Ómari Ragnars­syni á Mý­vatns­ör­æfum seint á síðustu öld.

Bragi, sonur hans, var stunginn til bana á djamminu í mið­bæ Reykja­víkur árið 2005, en bana­maður hans hitti hann fyrir af til­viljun og stakk hann ó­for­varandis á versta stað svo Braga blæddi út á skömmum tíma.

Hall­dór segist sjálfur hafa fyllst doða um langa hríð, horfið inn í sjálfan sig, en svo hafi hann opnað fyrir alla þá sam­úð sem fólkið í nær­um­hverfi hans sýndi; það sé svo mikil­vægt að reisa ekki veggi í kringum sjálfan sig á svona stundum, heldur þiggja ást­úðina allt í kring.

Hér má sjá brot úr við­talinu þar sem Hall­dór ræðir sonar­missinn með einkar á­hrifa­ríkum hætti: