Tveir karl­menn voru í nótt hand­teknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með egg­vopni fyrir utan skemmti­stað í mið­bæ Reykja­víkur í nótt, að sögn lögreglu.

Kemur fram í dagbók lögreglu að árásin hafi átt sér stað í Ingólfsstræti.

Á­rásar­þoli var fluttur með hraði á sjúkra­hús þar sem hann fór sam­stundis í að­gerð vegna þeirra á­verka sem hann hlaut.

Ekki er á­stand mannsins vitað þessa stundina, en ekki er ljóst hvort að maðurinn sé í lífs­hættu eða ekki.

Mennirnir tveir munu verða yfir­heyrðir vegna málsins í dag.