Tveir karlmenn voru í nótt handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með eggvopni fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt, að sögn lögreglu.
Kemur fram í dagbók lögreglu að árásin hafi átt sér stað í Ingólfsstræti.
Árásarþoli var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann fór samstundis í aðgerð vegna þeirra áverka sem hann hlaut.
Ekki er ástand mannsins vitað þessa stundina, en ekki er ljóst hvort að maðurinn sé í lífshættu eða ekki.
Mennirnir tveir munu verða yfirheyrðir vegna málsins í dag.