Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku mann í annarlegu ástandi um miðnætti sem hafði skemmt fjórar bifreiðar með því að sparka í þær og rifið speglana af. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Tilkynnt var um þjófnað í miðborginni, en tveir menn komu inn í verslun og rændu úlpu.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í umferðinni, báðir reyndust vera án gildra ökuréttinda og annar þeirra var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.