Eif­fel-turninn hefur verið rýmdur eftir að maður sást klifra upp turninn fyrr í dag. Mikill viðbúnaður er við þessa hæstu byggingu Parísar og eins þekktasta kennileitis í heimi.

Að sögn sjónar­votta byrjaði maðurinn að klifra á annarri hæð turnsins og sýna ljós­myndir sem birtar hafa verið á sam­fé­lags­miðlum hann nærri út­sýnis­pallinum efst í turninum.

Lög­reglan í París er sögð hafa náð sam­bandi við manninn en ekki er vitað hvað vakir fyrir honum. Rýma þurfti turninn svo lög­regla og slökkvi­lið geti at­hafnað sig.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.

Frétt BBC um málið.