Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í dag af­skipti af manni sem var til vand­ræða fyrir utan mat­vöru­verslun í Reykja­vík. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglu er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann er til vand­ræða við verslunina. Honum var vísað af svæðinu af lög­reglu.

Til­kynnt var um skemmdar­verk á apó­teki og veit lög­regla hver var að verki.

Þá barst til­kynnig um slys þar sem einn slasaðist eftir fall en frekari upp­lýsingar um málið komu ekki fram í dag­bókinni.

Óskað var lög­reglu­að­stoðar við að fjar­lægja mann sem var með ó­næði fyrir utan fé­lags­legt úr­ræði í borginni.

Lög­reglu var gert við­vart um grun­sam­legar manna­ferðir í Vestur­bænum og sinnir lög­regla því verk­efni nú.