Maður er í haldi lög­reglu eftir að hafa hótað RÚV og starfs­mönnum stofnunarinnar. Öryggis­gæsla í sjón­varps­húsinu í Efsta­leiti hafði verið aukin vegna málsins en eftir að maðurinn var hand­tekinn var öryggis­stig fært aftur í eðli­legt horf. Mbl.is greindi fyrst frá.

Sami maður hefur einnig haft í hótunum við starfs­menn DV. Björn Þor­finns­son, rit­stjóri DV, stað­festi í sam­tali við Frétta­blaðið að hótanirnar hafi borist sím­leiðis og í tölvu­pósti um nokkurra daga skeið og tekin hafi verið á­kvörðun um að kæra þær til lög­reglu. Hann vildi ekki tjá sig um eðli hótananna annað en að þær hafi ekki að­eins beinst gegn starfs­fólki fjöl­miðilsins heldur einnig gegn fjöl­skyldum þeirra.

Í sam­tali við mbl.is sagði Ás­geir Þór Ás­geirs­­son, yf­ir­lög­­reglu­þjónn:

„Í gær virðist sem eitt­hvað hafi borist, það sem telja mætti sem hót­an­ir, gagn­vart stofn­un­inni eða starfs­­fólki og á meðan lög­regla var að stað­setja og hand­­taka við­kom­andi sem stóð á bak við þess­ar hótarnir, þá jók Rík­is­út­­varpið við ör­ygg­is­­gæslu í hús­inu. En eft­ir að við­kom­andi var hand­­tek­inn þá var það dregið til baka“.

Ás­geir sagðist ekki geta tjáð sig um eðli hót­un­ar­inn­ar en sagði að ekki hefði verið um sprengju­hót­un að ræða. Sam­kvæmt honum er við­komandi enn í haldi lög­reglu.