Um klukkan tvö í nótt var lög­reglu til­kynnt um líkams­á­rás og grip­deild í verslun við Lauga­veg 105. Ungur maður í annar­legu á­standi réðst á starfs­mann verslunarinnar þegar starfs­maðurinn er að vísa honum út. Maðurinn mun hafa tekið vörur með sér úr versluninni. Maðurinn var hand­tekinn skömmu síðar og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í hverfi 108. Bif­reið ekið á aðra bif­reið og ók tjón­valdur af vett­vangi. Bif­reið tjón­þola fjar­lægð af vett­vangi með dráttar­bif­reið. Tjón­þoli náði upp­töku af öku­manni og bif­reið tjón­valds. Málið er í rann­sókn.

Þá var bif­reið stöðvuð í Hafnar­firði um sex­leytið í gær­kvöldi. Öku­maðurinn er grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum fíkni­efna.

Um tvö­leytið í nótt var síðan bif­reið stöðvuð á Suður­lands­vegi. Öku­maðurinn er grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum fíkni­efna og vörslu fíkni­efna.