Maður var hand­tekinn við styttuna af Ingólfi Arnar­syni á Arnar­hóli um klukkan ellefu í gær­kvöld. Maðurinn var búinn að kveikja eld í rusla­tunnu og ætlaði að hita sér sviða­kjamma. Við það bráðnaði rusla­tunnan og sviða­kjamminn brann. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu sökum á­stands.


Þá hafði lög­regla af­skipti af öku­manni sem ók á tvær bif­reiðar og farið af vett­vangi. Maðurinn var hand­tekinn fyrir grun um akstur undir á­hrifum vímu­efna/ lyfja og var vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.


Til­kynnt var um reið­hjóla­slys í Mos­fells­bæ þar sem kona hafði dottið af hjóli og verkjaði í öxl. Hún var flutt með sjúkra­bif­reið á Bráða­deild til að­hlynningar.

Öku­maður var stöðvaður vegna gruns um akstur án gildra öku­réttinda og fram­vísaði maðurinn öku­skír­teini sem talið er falsað.
Þá voru tveir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir á­hrifum vímu­efna og á­fengis. Annar án gildra öku­réttinda.