Maður í mjög annar­legu á­standi var hand­tekinn í sótt­varnar­húsi eftir líkams­á­rás, eigna­spjöll og brot á sótt­varnar­lögum í nótt er fram kemur í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Maðurinn er sagður vera með stað­fest Co­vid smit og var vistaður í fanga­klefa.

Maður var hand­tekinn í hverfi 201 í Kópa­vogi vegna ráns og nytja­stuldar á öku­tæki, var hann vistaður í fanga­klefa vegna málsins.

Einn var gripinn við inn­brot í skóla í mið­bæ Reykja­víkur og vistaður í fanga­klefa.

Þá voru nokkrir öku­menn stöðvaðir fyrir ýmis um­ferðar­laga­brot meðal annars undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna.