Lög­regla var kölluð út vegna manns á slysa­deild Land­spítalans þar sem hann lét öllum illum látum. Maðurinn var hand­tekinn og vistaður í fanga­klefa segir í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Til­kynnt var um aðila í hverfi 110 í Reykja­vík sem hafði gengið út af sjúkra­stofnun mjög illa haldinn. Lög­regla fann við­komandi og kom honum til baka.

Lög­reglu var til­kynnt um aðila sem reyndi að opna bif­reiðar í hverfi 103 í Reykja­vík en þegar lög­regla mætti á staðinn var engan að sjá.

Tveir ein­staklingar voru hand­teknir í mið­borg Reykja­víkur eftir til­kynningu um hús­brot. Voru þau hand­tekin og vistuð í fanga­klefa.

Öku­maður í hverfi 210 í Garða­bæ var stöðvaður og reyndist hann vera undir á­hrifum vímu­efna og á­fengis.