Karlmaður, sem er grunaður um að nauðga konu í bíl hennar að kvöldi nýársdags, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. mars. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Áður hafði farbann á hendur manninum verið staðfest í Landsrétti, en það nær til 28. mars.

Maðurinn, sem neitar sök, var samkvæmt framburði vitnis á leiðinni á Keflavíkurflugvöll, þann þriðja janúar, þegar hann gaf sig fram við lögreglu en þá hafði verið lýst eftir honum. Maðurinn hafði keypt miðann í skyndi deginum áður og í úrskurðinum kemur fram að hann hafi einnig átt miða úr landi níunda janúar.

Í úrskurði málsins kemur fram að ástæðan sem maðurinn gaf fyrir þessari skyndilegu ákvörðun var sú að hann var að reyna að komast í jarðarför nákomins ættingja síns.

Landsréttur segist úrskurða manninn í gæsluvarðhald þar sem það sé ljóst að hann vilji koma sér úr landi til að forðast málsókn. Hann er erlendan ríkisborgararétt og ætlaði að vera hér á landi yfir jól og áramót. Fram kemur að hann sé með enga sérstaka tengingu við landið.

Bað hann um að hætta og kastaði upp

Líkt og áður segir að maðurinn grunaður um nauðgun að kvöldi nýársdags á þessu ári. Meint nauðgun átti sér stað í bíl þolandans, en manninum er gefið að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að þvinga hana til munnmaka, samræðis og notfæra sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna fíkniefnaneyslu.

Fram kemur að konan hafi ítrekað beðið hann um að hætta. Og þá hafi hún kastað upp á meðan meint nauðgun átti sér stað.

Maðurinn vill meina að þau hafi stundað samræði og önnur kynferðismök með samþykki hennar. Þó kemur fram að héraðssaksóknara styðji framburður vitnis, sem sótti manninn skömmu eftir atvikið, við framburð konunnar.