Björgunar­sveitir voru kallaðar út í há­deginu vegna slyss sem varð ná­lægt Gjögri í Ár­nes­hreppi á Ströndum. Maður hafði slasast á mótor­hjóli og var hann einn á ferð.

Karen Ósk hjá fjöl­miðla­vakt Lands­bjargar stað­festir þetta.

Þyrla Land­helgis­gæslunnar og sjúkra­bíll voru einnig kallaðar út og er maðurinn á leið með þyrlu á sjúkra­hús núna. Ekki er vitað um á­stand mannsins að svo stöddu.

Veður á svæðinu er gott og að­stæður fyrir björgunar­fólk einnig.