Tveir menn lentu í slysi á raf­hlaupa­hjóli í mið­bænum í nótt en sá sem var við stjórnina var ölvaður.

Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu var til­kynnt um hjóla­slysið rétt eftir mið­nætti og var sjúkra­bíll sendur á vett­vang.

Lík­legt er að öku­maður hjólsins hafi fallið á and­litið en hann hlaut á­verka á höfði, þar á meðal nef, munni og and­liti. Annar maður var far­þegi á hjólinu og hlaut hann á­verka á vinstri vanga.

Fluttur á bráða­deild

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var lög­reglu til­kynnt um líkams­á­rás á Granda. Þar hafði maður verið sleginn í höfuðið með á­haldi, hann var í kjöl­farið fluttur á bráða­deild til að­hlynningar.

Á­rásar­maðurinn var hand­tekinn á vett­vangi og vistaður í fanga­geymslu lög­reglu á meðan rann­sókn málsins fór fram.