Maðurinn sem leitað var að við Laxá í Aðaldal fannst látinn í nótt. Leit hófst að honum um miðnætti og höfðu björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi verið kallað út til leitar ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Laust eftir klukkan þrjú í nótt fannst maðurinn látinn í ánni skammt frá þeim stað sem síðast var vitað um ferðir hans. Ekki er vitað um dánarorsök að svo stöddu, er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Maðurinn hafði verið að veiða við Laxá en skilaði sér ekki til baka að veiðitíma loknum eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita þegar maðurinn skilaði sér ekki til baka.