Karl­maður fannst látinn í bílnum sínum í mið­bæ Ísa­fjarðar­bæjar í gær.

Þetta stað­festir Hlynur Haf­berg Snorra­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á Vest­fjörðum í sam­tali við Frétta­blaðið. Lög­reglunni barst til­kynning um manninn um miðjan dag í gær.

Hlynur segir í sam­tali við Frétta­blaðið að and­látið sé til rann­sóknar en að svo stöddu bendir ekkert til þess að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti.