Fjöl­margir hafa mætt í sýna­töku á Suður­lands­braut í dag en að sögn Óskars Reyk­dals­sonar, for­stjóra Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, höfðu hátt í fimm þúsund sýni verið tekin fyrir klukkan þrjú í dag, daginn eftir verslunar­manna­helgi. Þannig er ekki ó­lík­legt að met­fjöldi sýna verði tekin til greiningar í dag.

Auk þeirra sem mæta í sýna­töku eru einnig um þúsund manns sem eru bólu­settir nú á hverjum degi á Suður­lands­brautinni. Er þar um að ræða skóla­starfs­fólk og kennara sem fengu Jans­sen í vor og fá nú örvunar­skammt af bólu­efni Pfizer. „Við erum að tala um kannski fimm til sex þúsund manns sem koma þangað,“ segir Óskar í sam­tali við Frétta­blaðið.

Skoða að lengja daginn

Nú er verið að skoða ýmsar leiðir til að koma í veg fyrir langar bið­raðir, sem hafa oft náð niður í Ár­múla. „Við gætum til dæmis lengt daginn, tekið færri inn í einu og komið þannig í veg fyrir bið­raðir, eða gert þetta ein­hvers staðar annars staðar. Þetta er nú bara í vinnslu, maður endur­skipu­leggur sig nánast á hverjum degi.“

Að­spurður um hvort það sé verið skoðað sér­stak­lega að skilja að þá sem eru með ein­kenni segir Óskar það hafa verið rætt og núna gangi starfs­maður á röðina til að finna þá sem eru ekki með ein­kenni en einnig þarf að huga að þeim sem eru með ein­kenni, að þeir séu ekki látnir bíða í bið­röð í lengri tíma.

„Við erum að skipu­leggja þetta með þeim hætti að við höfum sem allra stysta bið­röð. Helst á maður ekki að blanda saman þeim sem eru með ein­kenni og þeim sem eru ein­kenna­lausir en hins vegar er grímu­skylda og það eru allir með einn metra sín á milli,“ segir Óskar. „Þetta gengur hratt fyrir sig en við munum bara endur­skoða þetta.“

Mögulega léttir á

Þá hefur einnig verið til um­ræðu að fjölga sýna­töku­stöðum á höfuð­borgar­svæðinu en að sögn Óskars er fyrir­komu­lagið á Suður­lands­braut mjög skil­virkt og því væri frekar til skoðunar að auka hraðann með því að fjölga starfs­mönnum og lengja daginn, þá mögu­lega með tví­skiptum vöktum.

„Við höfum alveg rætt það ef að sýna­tökurnar verða mjög margar, því þær gætu alveg orðið mun fleiri. Það gætu verið mikið fleiri ef það kemur til dæmis kvef­pest eftir verslunar­manna­helgina núna,“ segir Óskar en bendir einnig á að svo gæti vel verið að sýna­tökum fækki.

„Þessi vika verður mjög af­gerandi að sjá hvað verður úr hjá þeim sem hafa veikst, hvort þeir verða mikið veikir eða ekki. Ef að það fer eins og lítur út, að það verði ekki mikil veikindi hjá þeim sem eru bólu­settir, þá kannski léttir það eitt­hvað á.“

Langar raðir virðast vera daglegt brauð við Suðurlandsbraut.
Fréttablaðið/Óttar Geirsson