Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning í gær um mann sem var að á­reita börn á í­þrótta­æfingu. Maðurinn var farinn þegar lög­regla bar að. Þá hafði verið til­kynnt daginn áður vegna sama hátt­ernis. í til­kynningu lög­reglu er ekki sagt til um hvar at­vikið átti sér stað.

Lögrelgan var kölluð til fyrir utan skólaball þar sem ölvað ung­menni reyndi að komast inn og sýndi ógnandi hegðun við lög­reglu­menn sem komu á staðinn. Hann var færður á lög­reglu­stöð þar sem for­eldrar sóttu hann.

Um hálf sex leitið í gærkvöld var til­kynnt um grun­sam­legar manna­ferðir, þar sem við­komandi átti að hafa reynt að komast inn í hús­næði. Lög­regla ók um hverfið án þess að finna við­komandi.

Þá hafði lögreglan afskipti af manni og konu vegna brota á lyfja­lögum og vörslu fíkni­efna.

Þrír einstaklingar voru hand­teknir í umferðinni vegna gruns um akstur undir á­hrifum vímu­efna. Einn var án öku­réttinda eftir sviptingu á­samt því að vera kærður fyrir brot á vopna­lögum.