Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í Gautaborg í gær. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir vegna málsins.

Skotárásin átti sér stað um klukkan 16 á staðartíma við Länsmanstorgið á eyjunni Hisingen.

Að sögn sænsku lögreglunnar tengist sá látni glæpagengjum í borginni og hafði áður komið við sögu löglegu. Þetta kemur fram á sænska fréttamiðlinum, Dagens Nyteher.

Hinir grunuðu voru handteknir um klukkustund eftir árásina, en ekki útilokað að fleiri eigi sök í málinu.