Lög­reglan í Lincolns­hire hefur nú hand­tekið mann á þrí­tugs­aldri fyrir að hafa stungið níu ára stúlku í til bana síðast­liðinn fimmtu­dag. The Sun greinir frá.

Stúlkan var að leik með fimm ára systur sinni fyrir utan kaffi­hús þar sem móðir þeirra vinnur þegar ráðist var á hana.

Lög­reglan hefur nú stað­fest að maður á þrí­tugs­aldri hafi verið hand­tekinn í tengslum við málið laust fyrir klukkan þrjú í dag.

„Hand­takan var í kjöl­far rann­sóknar sem og upp­lýsinga sem við höfum fengið frá al­menningi,“ segir Mar­tyn Parker, yfir­lög­reglu­þjónn lög­reglunnar í Lincolns­hire.

Parker segir rann­sókna enn í fullum gangi og hvetur þá sem telja sig hafa ein­hverjar upp­lýsingar í tengslum við málið að hafa sam­band við lög­reglu.

Tveir menn voru hnepptir í varð­hald seint í gær­kvöldi grunaðir um aðild að málinu, en þeim var sleppt stuttu síðar.

Að sögn lög­reglu var móðir stúlkunnar í vinnunni í rúm­lega þriggja metra fjar­lægð, en hún var sú fyrsta sem kom dóttur sinni til að­stoðar eftir voða­verkið.