Hinn 82 ára gamli Manuel Sou­to tók málin í eigin hendur eftir að bæjar­ráð hunsaði beiðni hans um að setja upp bekk fyrir eigin­konu hans í spænska bænum A Estrada.

Manuel hafði leitast eftir því að ein­hvers­konar hvíldar­stað yrði komið fyrir á göngu­leið þeirra hjóna um bæinn, þar sem eigin­kona hans, María Sou­to, styðst við staf og þarf að setjast niður í göngu­túrum þeirra.

Tók aðeins hálftíma

Eftir að bæjar­ráð hunsaði beiðnina smíðaði Manuel bekk sjálfur og kom fyrir á göngu­leiðinni. „Það tók mig um það bil hálf­tíma að klára þetta,“ sagði Manuel í sam­tali við La Voz de Galicia. Hann viður­kennir að hann hefði getað eytt meiri tíma í fín­pússun en sagði bekkinn þó vera verk­efni sínu vaxinn.

Eig­andi verslunar í hverfinu sam­þykkti að hafa bekkinn fyrir utan og var honum komið fyrir yfir nótt til að koma Maríu á ó­vart. „Þegar hún sá hann, var hún í skýjunum,“ sagði Manúel. „Ég fékk koss og knús.“

Ekkert hugarangur vegna starfsetningarvillu

Bekkurinn nýtur þegar mikilla vin­sælda í hverfinu en það er Manuel hug­leikið að hann sé til taks fyrir þá sem þurfa mest á honum að halda. Þess vegna hefur skila­boðunum „Respeten. Para mall­or­es“ (Sýnið til­lit­semi. Fyrir eldra fólk) verið komið fyrir á bekknum.

Ein­hverjir hafa bent á að mall­or­es ætti að vera staf­sett mayoes en það veldur Manuel ekki miklum á­hyggjum. „Ég fór ekki í skóla,“ sagði hann í sam­tali við Nius. „Ég byrjaði að vinna þegar ég var barn og vann allt mitt líf. Alveg eins og konan mín. Greyið hefur aldrei hætt að vinna.“

Vill tóbak í fangelsið

Manuel hefur hent gaman að því að lendi hann í fangelsi fyrir borgara­lega ó­hlýðni verði ein­hver að færa honum tóbak í fangelsið. Hingað til hafa af­leiðingar upp­á­tækisins þó einungis verið þakk­læti og fyrir­spurnir um á­líka verk.

„Nokkrir ná­grannar hafa haft sam­band og beðið mig um að búa til annan, en ég sagði nei,“ út­skýri Manuel. „Ég bjó bara til þennan og hann er bara fyrir konuna mína.“