For­seti Frakk­lands, Emmanuel Macron, segist ætla að gera óbólu­settum gegn Co­vid-19 lífið leitt.

„Ég vil gera þeim erfitt fyrir, og mun halda á­fram að gera það, allt til enda,“ sagði for­setinn í sam­tali við franska miðilinn Le Parisien.

Í um­fjöllun breska miðilsins BBC um við­talið segir að and­stæðingar hans hafi gagn­rýnt harka­legt orða­lagið og sagt það ekki við hæfi for­seta og í kjöl­farið var um­ræðum um nýja lög­gjöf sem á að banna þátt­töku óbólu­settra í við­burðum og öðru í opin­beru lífi í Frakk­landi.

Búist var við því að lög­gjöfin yrði sam­þykkt í þessari viku en hún hefur vakið reiði meðal þeirra sem and­stæð eru bólu­setningu gegn Co­vid-19 og þó­nokkrir franskir þing­menn hafa greint frá því að hafa fengið líf­láts­hótanir vegna málsins.

Víða í Evrópu verður sett á bólu­setningar­skylda fyrir alla 14 ára og eldri, þar með talið í Austur­ríki í næsta mánuði auk þess sem Þýska­land ætlar að vera með slíka skyldu en þó lík­lega að­eins fyrir full­orðna.

Macron sagði í við­talinu við Le Parisien að þótt svo að hann sjái ekki fyrir sér að skylda bólu­setningu þá vilji hann hvetja sem flesta til að þiggja hana með því að hamla þeim sem ekki gera það þátt­töku í við­burðum á opin­berum vett­vangi, eins og að fara á veitinga­hús, kaffi­hús eða í leik­hús eða kvik­mynda­hús.

Um 90 prósent Frakka hafa þegið minnst tvær sprautur af bólu­setningu en þar hefur verið skylda í nokkra mánuði að fram­vísa bólu­setningar­skír­teini eða nei­kvæðu PCR prófi til að fá að­gang að opin­berum stöðum. Sem svar við auknum til­fella smita vilja þing­menn fjar­lægja þann val­kost að fara í PCR próf.