Forseti Frakklands, Emmanuel Macron hefur hvatt Evrópuþjóðir og Bandaríkin til að senda allt að fimm prósent af bóluefnabirgðum sínum til þróunarlanda.

Macron sagði í viðtali við Financial Times að ef bóluefni yrði ekki dreift með sanngjörnum hætti myndi það leiða að einn frekari ójöfnuði í heiminum en meirihluti bólusetninga hefur farið fram í hátekjulöndum hingað til.

Macron lagði fram tillögur sínar til að takast á við ójöfnuðinn fyrir G7 fundinn sem fer fram með rafrænum hætti síðar í dag en þar hittast allir helstu þjóðarleiðtogar heims og ræða stöðu COVID-19 faraldursins.

Hann sagði jafnframt í viðtalinu að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, væri fylgjandi því að Evrópuþjóðir myndu deila bóluefni sínu með þróunarlöndum. Þá vonaðist hann til þess að Bandaríkin myndi einnig styðja tillöguna.

Mikill ójöfnuður

Samkvæmt BBC var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni gegn COVID-19 hefur verið dreift á fundi sem fór fram á miðvikudag og sagði hana ósanngjarna og ójafna. Hann benti á að aðeins 10 lönd hafa gefið 75% bólusetninga um allan heim en að 130 lönd hefðu enn ekki fengið einn skammt af bóluefni.

Á sama tíma hafa nokkrar hátekjulönd, eins og Bretland og Kanada, pantað næga skammta til að bólusetja íbúa sína oftar en einu sinni.

Faraldurinn verði lengri fyrir vikið 

Heilbrigðissérfræðingar hafa varað við að ef bóluefnum verði ekki dreift með réttlætari hætti geti liðið mörg ár áður en að hægt verði að ná almennilegum tökum á faraldrinum á heimsvísu.

Bandaríkin taka þátt í COVAX

Talsmenn Hvíta hússins greindu frá því í gærkvöld að Bandaríkin ætli að taki þátt í alþjóðlegu bólusetningarátaki gegn COVID-19, Covax. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjunum hafði slitið samband við WHO og voru Bandaríkin því ekki hluti af átakinu. Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseti hefur hinsvegar heitið fjórum milljörðum bandaríkjadala í átakið. Tveir milljarðar verða veittir í átakið fyrir lok þessa mánaðar, og afgangurinn á næstu tveimur árum. Til að byrja með einbeita Bandaríkin sér að fjárveitingum til verkefnisins. COVAX-samstarfið hefur það markmið að tryggja að öll lönd fái bóluefni óháð efnahag.

Samkvæmt nýjustu tölum Johns Hopkins háskóla hafa 110 milljónir smitast af COVID-19 á heimsvísu og yfir 2,4 milljónir látið lífið.