Emmanuel Macron, sitjandi Frakk­lands­for­seta, er spáð sigri í ein­vígi frönsku for­seta­kosninganna sem fara fram í dag sam­kvæmt nýjustu út­göngu­spám.

Ef satt reynist þýðir þetta að Macron sé búinn að tryggja sér annað fimm ára kjör­tíma­bil sem for­seti Frakk­lands auk þess að sigra mót­fram­bjóðandann Marine Le Pen í annað sinn.

CNNog Le Monde spá því að Macron muni hljóta 58,2 prósent at­kvæða og Marine Le Pen 41,8 prósent. Um er að ræða út­göngu­spá frá skoðana­könnuðunum Ipsos & Sopra Steria sem unnin var fyrir franska ríkis­sjón­varpið France Té­lé­visions og ríkis­út­varpið Radio France.

Franskir skoðana­könnuðir gefa vana­lega út út­göngu­spár kl. 8 að staðar­tíma þegar kjör­staðir loka í stærstu borgum og nokkrum klukku­tímum áður en innan­ríkis­ráðu­neyti Frakk­lands gefur út opin­berar niður­stöður. Kjör­staðir í Frakk­landi lokuðu klukkan 6 á ís­lenskum tíma.

Út­göngu­spár Ipsos & Sopra Steria byggjast á gögnum frá kjör­stöðum sem lokuðu klukkan 7 að staðar­tíma og að sögn CNN eru slík gögn gjarnan notuð af fram­bjóð­endum og frönskum fjöl­miðlum til að lýsa yfir sigur­vegara.